„Tröllahjónin“ Gunnar Smári og Kristín Magnea settu á sölu í vikunni glæsilega íbúð sína sem staðsett er í Innri Njarðvík.

Opið hús verður þriðjudaginn 12. mars frá kl. 17:00-18:00.

Hæg er að skoða myndir: HÉR

Fold fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilega 147 fm 4ra herbergja endaíbúð á fyrstu hæð með sérinngangi og bílskúr við Beykidal 10, 260 Reykjanesbæ.
Góð staðsetning. Útsýni.

Eignin er á góðum stað í Innri Njarðvík, Reykjanesbæ. Barnvænt umhverfi, í göngufæri við leik -og grunnskólann Stapaskóla og stutt í verslunarkjarna. Samgöngur til og frá svæðinu eru góðar. Eignin er í 20 mínúta aksturfjarlægð frá Hafnarfirði. Góð aðkoma.

Íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum, stórri stofu með útgengi út á rúmgóða afgirta sólarverönd, flísalagt baðherbergi með góðri sturtu, opið eldhús við borðstofu og stofu með fallegum hvítum innréttingum, þvottahús/geymslu innan íbúðar og bílskúr. Húsið er byggt 2008 fallegt og  fjölskylduvænt hús. Leikvöllur í bakgarði. Íbúð er skráð 115,6 og bílskúr 31,4 samanlagt er eignin skráð 147fm. Þrjú merkt bílastæði fylgja íbúðinni.

Nánari lýsing:

Komið er inn í flísalagt anddyri með fataskáp og þar á hægri hönd er flísalagt og rúmgott þvottahús með góðum innréttingum sem einnig er geymsla íbúðarinnar. Millihurðin er með fallegum litlum gluggum og komið er inn í rúmgóða stofuEldhús, borðstofa og stofa eru í björtu og rúmgóðu alrými. Frá stofu er útgengt á afgirta verönd. Í eldhúsi eru tveir gluggar, gólfið flísalagt og innrétting sem er hvítlökkuð með háglans áferð. Innbyggður ísskápur sem fylgir með, harðplast í borðplötum, og flísalagt á milli innréttinga með ljósum flísum. Á svefnherbergisgangi eru þrjú herbergi og baðherbergi.Barnaherbergin eru tvö eru rúmgóð og bæði með fataskápum. Hjónaherbergið er rúmgott með mjög góðum fataskápum. Baðherbergi er með ljósum flísum, fallegri hvítri innréttingu, upphengdu salerni  og walk in sturtu.
Gólfefni:Harðparket er á stofu, borðstofu, gangi og herbergjum. Flísar eru á anddyri, þvottahúsi/geymslu, eldhúsi og baðherbergi.
Góður 31,4 fm bílskúr með hita, vatni og rafmagni. 

Stækkunarmöguleikar eru á palli,
Lagnir eru fyrir heitan pott,
Allt húsið var sílanborið að utan árið 2022.

Fold fasteignasala, Sóltúni 20, 105 Reykjavík. 
Sími 552 1400 . Fasteignasalar: Hörður 899-5209, hordur@fold.is, Viðar 694-1401, vidar@fold.is
www.fold.is
Við erum á Facebook