Boðað er til upplýsingafundar á morgun, þriðjudaginn 12. mars kl. 17.00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Áætlað er að honum verði lokið um kl. 18.30. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.

Fundarstjóri: Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar

Á fundinum munu fulltrúar Norðurorku fara yfir stöðu hitaveitumála í Ólafsfirði, hvað þar hefur verið gert í rannsóknum og framkvæmdum og hver næstu skref verða. Staða mælavæðingar í bænum verður kynnt auk þess sem rætt verður almennt um þær áskoranir sem við hitaveitum landsins blasa. 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og eiga við ykkur gott spjall um hitaveitumál á svæðinu.

Norðurorka hf.  

Mynd/af vefsíðu Fjallabyggðar