Í byrjun janúar kom dagskrárgerðarfólk Landans frá RUV til að taka upp innslag um Trölla á Siglufirði.
Það voru þau Þórgunnur Oddsdóttir spyrill og Gunnlaugur Starri Gylfason tökumaður sem komu og tóku upp viðtöl við dagskrárgerðarmenn Trölla, þá Andra Hrannar Einarsson landsstjóra Undralandsins, bræðurna Tryggva og Júlíus Þorvaldssyni og Tíu Dropa stjórana Gunnar Smára og Kristínu Sigurjónsdóttur.
Einnig heimsóttu þau ljósmyndastúdíó KS Art, og vefinn Trölla.is sem „Tröllahjónin“ eiga og reka.
Það er okkur hér á Trölla mikill heiður að fá heimsókn sem þessa og erum við þakklát fyrir innlitið.
Þáttur Landans með þessu innslagi verður á dagskrá RUV í kvöld kl. 19:45.