1. maí 2018 fór fréttavefurinn Trölli.is í loftið, er hann því þriggja ára í dag. Forsvarsmenn vefsins eru hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason.

Síðan er alhliða frétta-, upplýsinga- og auglýsingavefur fyrir svæðið frá Húnaþingi vestra og austur í utanverðan Eyjafjörð. Einnig tekur vefurinn við nafnlausum spurningum frá lesendum og reynir að fá svör við þeim.

Einnig hefur Trölli.is haft liðsinni góðra greinahöfunda þessi þrjú ár og megi þeir hafa ómælda þökk fyrir.

Trölli.is notast við þjónustu Modernus á Íslandi, sem er samræmd vefmæling. Þar fást upplýsingar um fjölda lesenda fyrir hvern mánuð, og síðuflettingar.

Vefurinn þjónar fyrst og fremst hlustunarsvæði FM Trölla, en lætur sér ekkert óviðkomandi og hafa ófár fréttir frá fréttavefnum ratað í stóra landsmiðla.

ÚTVARPSTÖÐIN FM TRÖLLI VERÐUR 11 ÁRA Í SUMAR

Auk fréttasíðunnar Trölla.is reka Gunnar Smári og Kristín útvarpstöðina FM Trölla, sem er með FM útsendingar í utanverðum Eyjafirði, Ólafsfirði, Siglufirði, Skagafirði, Hvammstanga og á netinu um víða veröld.

Til að hlusta á FM Trölla á netinu er hægt að nota radio.garden, app og vefsíðu sem kallast spilarinn, auk þess er valhnappur til að hlusta hér efst á síðunni trolli.is. Einnig er hér á síðunni sérstakur valhnappur: “Skipa-Trölli” sem er lágbita-straumur með einföldu viðmóti, (aðeins 48kbs) sem hentar þeim sem eru með takmarkaðan hraða á nettengingu, eða þurfa að greiða óhóflegt gjald fyrir niðurhal.

Á sérsíðu FM Trölla er auðvelt að hlusta á upptökur af þáttum sem eru á dagskrá um þessar mundir, s.s. Undralandið, Tíu Dropa og The Brian Callaghan radio show, Plötuspilarann, Gleðibanka Helgu, Pörupilta, Morgunkorn og Gestaherbergið. Á morgun sunnudaginn 2. maí fer nýr þáttur í loftið sem nefnist Tónlistin.

Trölli.is þakkar lesendum og auglýsendum fyrir samstarfið þessi þrjú ár, og vonast til að saman gerum við enn betur á því næsta.

Trölli.is og FM Trölli eru reknir af Hljóðsmáranum ehf – kt. 601299.4539
Skráning í Fyrirtækjaskrá.
Skráning á vef Fjölmiðlanefndar.
Skráning á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Gunnar Smári Helgason er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.