Útvarpsstöðin FM Trölli og bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi hafa gert með sér samkomulag um að FM Trölli verður útvarpsstöð Eldsins.
Sjá vefsíðu Elds í Húnaþingi hér.
Trölli verður á Hvammstanga alla Elds-helgina og mun senda út frá ýmsum viðburðum og taka púlsinn á gestum og gangandi eftir því sem tilefni verða til.
Einnig verða umfjöllun, fréttir og myndir frá Eldinum á vefsíðunni Trölli.is.
Fyrsta útsendingin verður frá setningu Eldsins, kl. 18 fimmtudaginn 25. júlí n.k.
Á myndinni sjást Greta Clough framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi og Gunnar Smári Helgason framkvæmdastjóri Trölla-samstæðunnar handsala samkomulagið.