Í nótt var tilkynnt um alvarlega líkamsárás á Akureyri þar sem hnífi hafi verið beitt. Þrír aðilar voru handteknir. Tveir hinna handteknu reyndust vera með alvarlega áverka og voru þeir fluttir til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Einn hinna handteknu var með tvo stunguáverka og annar með umtalsverða áverka í andliti. Að læknisskoðun lokinni voru aðilar fluttir í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Akureyri.
Rannsókn málsins er á frumstigi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.




