Tveir sjómenn voru heiðraðir á Siglufirði í gær í tilefni af sjómannadeginum. Það voru þeir Kristján Elías Bjarnason og Sveinn Sveinsson sem komu ásamt eiginkonum sínum, Rögnu Hannesdóttur og Björgu S Sæby Friðriksdóttur, og tóku við viðurkenningunum. Trölli.is óskar þeim innilega til hamingju.
Einnig var lagður blómsveigur að minnisvarðanum um drukknaða og týnda sjómenn á Siglufirði, Anita Elefsen hélt ræðu og sungið var lagið Siglufjörður eftir Bjarka Árnason.
Nokkur mannfjöldi mætti á Rammatúnið í fallegu veðri til að vera viðstaddur athöfnina og var það Slysavarnadeildin Vörn sem stóð fyrir athöfninni.
Meðfylgjandi myndir tók Sveinn Snævar Þorsteinsson.
Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Nokkur mannfjöldi mætti á Rammatúnið Kristján Elías Bjarnason og Sveinn Sveinsson, hjá þeim standa eiginkonurnar Ragna Hannesdóttir og Björg S Sæby Friðriksdóttir Anita Elefsen hélt ræðu Slysavarnadeildin Vörn sá um athöfnina Fallegt sumarveður var á sjómannadaginn Sjá má að enn er töluverður snjór í fjöllum Sungið var lagið Siglufjörður eftir Bjarka Árnason