Sett hafa verið upp tvö skilti í Grímsey tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar.

Grímsey er hluti af Norðurstrandarleiðinni, sem er heillandi leið utan alfaraleiðar þar sem ferðast er meðfram strandlengju Norðurlands. Samtals er leiðin um 900 kílómetra löng. Á leiðinni eru fjölmargir bæir/þorp og auk þess fjórar eyjar, sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju.
Skiltin má finna á flugstöðinni í Grímsey og í ágúst koma tvö sambærileg skilti á hafnarsvæðið til að auðvelda gestum eyjarinnar að fræðast um þennan merka stað.
Hægt er að skoða skiltin og fleiri skilti sem finna má í Grímsey hér.
Einnig er hægt að fræðast frekar um Norðurstrandarleiðina hér.