Lagt fram erindi Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.
Þar lýsir hún yfir áhyggjum af umferðaröryggi við syðri gatnamót Hlíðarvegar og Hólavegar. Þar er blint horn, vegurinn upp á Hólaveg er þröngur og engin gangstétt er fyrir gangandi vegfarendur.
Nefndin felur tæknideild að vinna að bættu umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.
Einnig var tekin umræða um hraðaminnkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar við Hvanneyrarbraut á Siglufirði og Ólafsveg í Ólafsfirði.
Nefndin felur tæknideild að útfæra og framkvæma hraðatakmarkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar.