Á 242 fundi Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar 17. júlí var lagt fram erindi Þórðar B. Guðmundssonar dagsett 6. júlí 2019. Áformað er að reisa fiskimjölsverksmiðju á Burstabrekkueyri í Ólafsfirði og óskað eftir staðfestingu á að starfsemin sé í samræmi við gildandi skipulag.
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu eins og kom fram í svari nefndarinnar 14.6.2018.
Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nefndin telur ekki tímabært að svo stöddu.
Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar.