FM Trölli býður fyrirtækjum og einstaklingum upp á að senda upplesnar jóla- og nýárskveðjur eins og í fyrra. Undirtektir hafa verið einstaklega góðar og hafa margir bæst við fyrir þessi jól.

Í dag er síðsti dagurinn til koma kveðjum til okkar, svo enn er tími til að koma kveðjum á framfæri til viðskiptavina, ættingja og vina.

Upplestur á kveðjunum hefst á morgun 20. desember. Verða þær lesnar daglega fram á aðfangadag og á gamlársdag.

Einnig munu kveðjurnar birtast á fréttavefnum Trölli.is