Í dag, þriðjudaginn 1. september, verður þátturinn Undralandið aftur á dagskrá FM Trölla kl. 13:00 – 16:00 (ISL), 14:00 – 17:00 (ESP)
Undralandið var í smá fríi en verður nú aftur á dagskrá, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.
Stjórnandi þáttarins, Andri Hrannar, er hlustendum FM Trölla vel kunnur, en Andri býr á Kanaríeyjum og sendir þáttinn út þaðan í beinni útsendingu frá Studio 2. Í þættinum er farið um víðan völl – og jafnvel víðar.
Nýlega birtist frétt hér á trolli.is með minnisblaði úr herbúðum landsstjóra Undralands, sem fréttamaður komst yfir og birti.
Sjá facebooksíðu þáttarins, endilega að læka hana og fylgjast með gangi mála hjá Andra Hrannari.
Fylgist með þættinum Undralandið á FM Trölla á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 13.00 – 16-00.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is