Á 629. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Benedikts Snæs Kristinssonar þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar vegna hundasvæða í báðum byggðarkjörnum.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga fyrir hundagerði á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól ásamt áætluðum kostnaði við efniskaup og flutningskostnað samtals kr. 1.883.000.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar en tekur fram að ekki er áætlaður kostnaður á fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna uppbygginga hundasvæða.