Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í að byggja anddyri, búningsklefa og tengibyggingu við núverandi sundlaugarbyggingu og íþróttahús á Siglufirði, samtals 292,3 m2 á tveimur hæðum ásamt rifi á tengigangi skv. útboðsgögnum AVH.


Verktími er frá 1. mars 2022 til 28. apríl 2023.

Helstu magntölur eru:

Gröftur      1.200 m3
Steypumót     1.400  m²
Steypustyrktarstál  10.000  kg
Steinsteypa        190  m3
Kerfisloft         260  m²
Málun       600  m²
Flísalögn samtals       600  m²


Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 1. febrúar nk.

Tilboð skulu berast rafrænt á netfangið avh@avh.is fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 22. febrúar og verða tilboðin opnuð kl. 13:30 sama dag í ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Bjóðendum mun gefast kostur á að fylgjast með opnun tilboða á fjarfundi óski þeir þess.

Mynd/Fjallabyggð