17 nemendur, einn fokkaði upp
útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði.

Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði.

Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra “17 nemendur, einn fokkaði upp” í Segli 67 (Vetrarbraut 8-10, 580 Siglufirði), þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna. Opnun fer fram milli 15 og 18 laugardaginn 25. janúar en sýningin mun jafnframt standa opin sunnudaginn 27. janúar frá 14 til 17.

Listamenn:

Alexander Hugo Gunnarsson, Andri Þór Arason, Atli Pálsson, Auðunn Kvaran, Birkir Mar Hjaltested, Daníel Ágúst Ágústsson, Einar Lúðvík Ólafsson, Gréta Jónsdóttir, Kristján Thorlacius Finnsson, Margrét Dúadóttir Landmark, María Lind Baldursdóttir, Rakel Andrésdóttir, Renate Feizaka, Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sölvi Steinn Þórhallsson og Tara Njála Ingvarsdóttir.

Styrktar- og samstarfsaðilar Listaháskóla Íslands eru:
Fjallabyggð, Kjörbúðin, Uppbyggingarsjóður Norðurlands Eystra, Segull 67, Aðalbakarí, Rammi og Torgið.



Myndlistarnemarnir frá Listaháskóla Íslands