Spáð er mikilli úrkomu næstu daga og gulri viðvörun á Norðurlandi.
Íbúar Fjallabyggðar hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og athuga með dælur í kjöllurum þar sem þær eru.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa undanfarna daga gert varúðarráðstafanir, hreinsað og undirbúið dælur.
Veðurstofa Íslands spáir norðan 13-20 á Norðurlandi. Snarpar vindhviður verða við fjöll og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni. Talsverð eða mikil rigning, einkum norðantil.
Íbúar Fjallabyggðar skulu hafa samband við Neyðarlínuna 112 ef þörf er á aðstoð vegna flóða.
Skjáskot/vedur.is