Ljóðahátíðin Haustglæður hefur verið haldin í Fjallabyggð síðan 2007. Það eru Umf Glói og Ljóðasetur Íslands sem standa að hátíðinni.

Næsti viðburður hátíðarinnar verður á morgun, miðvikudaginn 10.október kl. 11.40 – 12.10 í sal Menntaskólans á Tröllaskaga.

Þá munu hin sprellfjörugu Vandræðaskáld skemmta nemendum, starfsfólki og gestum.

Í glæsilegu mötuneyti MTR er boðið upp á spaghetti bolognese, súpu og salatbar á aðeins 1.500 kr.

 

Allir velkomnir að hlýða á og njóta.