Í dag er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi.

Samkvæmt veðurspá verður uppsöfnuð úrkoman mest á Norðurlandi og Vesturlandi fram á miðnætti á mánudag. Veðurspá gerir ráð fyrir 3-9° hita á láglendi og því gæti slyddað efst í fjallstoppa. Spáin gerir svo ráð fyrir því að það farni að kólni og að hiti verði nálægt frostmarki víða á láglendi.

Á morgun, þriðjudaginn 10. okt. má frekar búast við því að úrkoman falli frekar í formi slyddu eða snjókomu.

Vegna mikils magns uppsafnaðrar úrkomu næstu sólahringa er vert að vara við aukinni skriðuhættu sem getur skapast á ofangreindum stöðum. Minni skriðuhætta skapast ef hitastig lækkar og verður nær frostmarki eins og er spáð á morgun.

Mynd/Veðurstofan