Viðvarandi veikt lag hefur verið í snjóþekjunni frá því í síðustu viku segir á facebooksíðu Veðurstofu Íslands.

Snjóflóð féllu við sprengingu í Hlíðarfjalli í síðustu viku og nokkur flóð í Öxnadal.

Á miðvikudag féllu snjóflóð ofan við Ólafsfjarðarveg.

Í dag, föstudag, hafa fallið tvö náttúruleg snjóflóð í Hlíðarfjalli við lítið álag á snjóþekjuna. Ástæða er fyrir fólk að fara varlega á ferð um brattlendi.

Á laugardag hlýnar og geta þá fallið náttúruleg snjóflóð. Þegar kólnar aftur ætti snjóþekjan að styrkjast en veik lög geta þó enn verið til staðar, sérstaklega ofan til í fjöllum.

Mynd/Veðurstofa Íslands