Undanfarna daga hefur verið mikið vatn í Vantsdal. Hlýtt hefur verið í veðri, leysingar og vatnavextir svo miklir að áin flæddi yfir bakka sína.
Í gær fór Höskuldur B. Erlingsson inn í Vatnsdal með flygildi sitt og tók meðfylgjandi myndir sem sýna að vatn flæddi yfir tún og engi í neðri hluta dalsins.
Vatn flæddi yfir veg á nokkrum stöðum og tók jafnvel í sundur.

Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Mynd: Höskuldur B. Erlingsson

Þarna má sjá hross í hólmanum. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson
Myndir birtar með leyfi höfundar.