Veðurstofa Íslands fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 1. janúar 2020.
Fyrstu fimm árin sem hún starfaði var hún þó aðeins deild í Löggildingarstofunni, en frá ársbyrjun 1925 verður hún sjálfstæð stofnun.
Danska veðurstofan sem hafði umsjón með veðurathugunum fram að þeim tíma en gaf hins vegar ekki út veðurspár fyrir Ísland. Íslendingar urðu þá sem fyrr að treysta á athyglisgáfu og eigið hyggjuvit ef þeir vildu ráða í veður morgundagsins.
Ætli sé þó ekki óhætt að segja að Veðurstofa Íslands hafi sótt í sig veðrið á þessum 100 árum, því starfssvið hennar hefur víkkað umtalsvert út fyrir vísindi veðurfræðinnar.
Veðurstofan mun fagna þessum tímamótum í sögu stofnunarinnar með ýmsu móti út afmælisárið.
Á forsíðumynd má sjá veðurspá frá því herrans ári 1920.
Mynd: Veðurstofa Íslands