Nú er vefmyndavélin á Trolli.is sem sýnir lifandi myndir frá Siglufirði komin aftur í loftið eftir nokkurt hlé.

Vélin fékk tæknilega yfirhalningu, nýjan spennugjafa og nýtt gler sem var orðið nokkuð skýjað. Leggja þurfti nýja kapla að henni þar sem þeir sem fyrir voru höfðu skemmst.

Hún var sett upp í blíðskaparverði á föstudaginn með aðstoð góðra manna sem voru þeir Siggi “Básari” og Sigjurjón Páls, og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina.


Myndir: Gunnar Smári og Sigurjón Páls