Víða um heim er mikil umræða um hvað sé best að gera til að bæta almenningssamgöngur í stórborgum og bæjum. Hvernig á að fjármagna þessar umbætur með réttlætanlegum skattaálögum ? Eiga bifreiðareigndur að borga brúsan eða eiga allir borgarbúar að borga jafnt ?
Hin ört vaxandi Stór-Gautaborg, með sína nú yfir 1,1 miljón íbúa og tilheyrandi umfrerðaröngþveiti er oft kölluð Litla London vegna þess að stórt og mikið fljót klífur borgina í tvennt eins og Thames áin gerir i London og hér er einnig ein stærsta inn- og útflutningshöfn Skandinavíu.
Áin Götaälv er einnig heilmikil skipaflutningaleið og það dugir ekkert annað en 50 – 70 M háar brýr eða göng undir ánna, ásamt einni brú sem opnast reglulega í miðborginni.
Greinarhöfundur hefur búið hér í yfir 30 ár og er rétt eins og aðrir Gautaborgarar orðinn langþreyttur á stanslausum vega og byggingaframkvæmdum sem eiga víst að bæði bæta bílaumferð og almenningssamgöngur. Við fáum aldrei að njóta þess að eitthvað verði betra, áður en ráðist er í næstu framkvæmd sem í augum flestra skapar bara meiri umferðartafir og leiðindi. Stundum er eins og maður rati varla heim í öllum þessu nýja umferðabrúa og gangna kerfi og ekki er hægt að treysta á að GPS kerfið í bílnum rati heim heldur án þess að uppfæra götukortið minnst einu sinni í mánuði.
Gautaborgarar eru húmoristar og góðir í orðaleikjabröndurum og ein brúarflækjan var strax nefnd “Rauði ormurinn” og Trafikveket (Vegagerð Ríkisins) reynir að létta lund okkar borgarbúa með því að gefa okkur eitthvað fallegt að horfa á í formi listaverka á stórum og háum girðingamúr sem umlykur t.d. eitt af mörgum framkvæmdasvæðunum í miðborginni.
ATH. Ef þið smellið á mynd í greininni er hægt að fletta stækkuðum ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að skoða alla myndatexta og söguna í heild sinni.
Þegar nýlokið var við að senda bílatrafik undir jörð og upp í loft, fannst mörgum nóg komið af bílamenningu í borginni og við tók heilmikil pólitísk umræða um að bæta almenningssamgöngur og létta meira á ofanjarðar trafíkkaósi með því að setja lestir í göng undir miðborgina. Ástæðan er plássleysi á gömlu lestarstöðinni í miðborginni, sem og plássleysi almennt ofanjarðar. Þessar gagnaframkvæmdir sem bera samheitið “Västlänken” byrjuðu 2017 og á þeim ekki að verða lokið fyrr en í desember 2026. þetta eru mjög umdeildar framkvæmdir og kostnaðurinn er gríðarlegur, fyrir allt of lítinn ávinning finnst mörgum. En áætlaður lokakostnaður er komin upp í 34 milljarða sænskar krónur. (460 milljarða ISK)
Miðborgin í Gautaborg er rétt eins og London, byggð á leirdrulluárframburði og þar á milli grjóthörðu granítbergi, þannig að þetta eru gríðarlega flóknar og dýrar framkvæmdir.
Um helmingur af fjármögnun á þessum framkvæmdum kemur í pottinn gegnum “þrengslaskatt” sem hver einasti bíleigandi sem keyrir í gegnum borgina verður að borga daglega á virkum dögum mill Kl. 07-18. Mörgum bíleigendum finnst það sárt að borga fyrir allar þessar umferðatafir sem framkvæmdirnar valda og sjá engan veginn að þessar rándýru aðgerðir sem þeir eru látnir borga fyrir muni gagnast akkúrat þeim sjálfum í framtíðinni.
Höfundur texta, uppsetnig, ljósmyndun og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson
Sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:
https://trolli.is/author/nonni/