Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka kom á fund stjórnar Velferðarsjóðs Húnaþings vestra miðvikudaginn 12.desember sl. og færði sjóðnum að gjöf kr. 504.000
Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarið ár og selt gestum og gangandi m.a. á jólamarkaðnum í Félagsheimili Hvammstanga fyrir skömmu.
Raunar gerði Ólöf slíkt hið sama í fyrra og lét þá umtalsverða upphæð af hendi rakna til Velferðarsjóðsins.
Stjórn Velferðarsjóðs er bæði hrærð og glöð yfir þessu göfuga framtaki Ólafar og þakklát fyrir þann fallega hug sem býr að baki.
Trölli.is birti nýlega grein með fjölda mynda um vinnu Ólafar og glímu hennar við Parkinsons sjá hér
Hægt er að sækja um í velferðarsjóðinn núna fyrir jól. Þeir sem eiga rétt á því eru aðilar sem eru að glíma við fjárhagsvanda.
Eftirfarandi aðilar svara fyrir hönd sjóðsins:
Elísa Sverrisdóttir, fyrir hönd Rauðakross: elisasverris@gmail.com
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, fyrir hönd Fjölskyldusviðs: jenny@hunathing.is
Magnús Magnússon, fyrir hönd kirkjunnar: srmagnus@simnet.is