Í gær átti Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi 50 ára afmæli.
Í tilefni afmælisins veittu þeir m.a. styrk til Samgöngusafnsins í Stóragerði.
á facebooksíðu safnsins segir. “Viljum við þakka þeim sem að klúbbnum standa innilega fyrir veittan styrk. Stuðningurinn ykkar skiptir sköpum og gerir okkur kleift að viðhalda safninu, varðveita sögu samgangna og skapa fræðandi og skemmtilega upplifun fyrir gesti okkar. Margt smátt gerir eitt stórt”.
Mynd/Samgöngusafnið í Stóragerði