Í gærkvöldi, föstudaginn 14. september, hélt hljómsveitin Todmobile tónleika á Kaffi Rauðku Siglufirði.

Tónleikarnir voru vel sóttir og fólk skemmti sér vel.

Fyrir tónleikana spilaði DJ Birgitta fyrir gesti til að hita upp fyrir tónleikana. DJ Birgitta spilaði einnig að tónleikum loknum þannig að gestir gátu haldið áfram að gera sér glaðan dag eftir tónleikana á Kaffi Rauðku.

Rauðka stóð fyrir leik á Facebook, þar sem hægt var að vinna miða fyrir tvo á tónleikana. Þótti leikurinn heppnast vel og góð þátttaka.

Eftir hlé var svo tilkynnt, öllum á óvænt, að Sigló Hótel gaf sömu vinningshöfum gistingu á Sigló Hóteli, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Heppnu vinningshafarnir voru  Baldvin Orri Jóakimsson og Anna Margrét Baldursdóttir.

 

Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ólafur Hólm og Andrea Gylfadóttir

 

Glaðir tónleikagestir

 

Andrea Gylfadóttir

 

Ástríðufull túlkun hljómsveitarmeðlima

 

Alma Rut Kristjánsdóttir og Eiður Arnarsson

 

Kjartan Valdemarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir