Ævintýravika UMF Glóa fór fram í vikunni og var þátttakan góð.

Lokadagur Ævintýravikunnar var á föstudaginn og var hann svo sannarlega ævintýralegur. Farið var í skógræktina á Siglufirði og lentu börnin þar í ýmsum ævintýrum.

Fetuðu þau ýmsa skemmtilega slóða, hlustuðu á skógarálfana, drukku vatn úr ánni, fengu ferskan úða af fossinum yfir sig, spangóluðu eins og úlfar, göluðu eins og hanar, sungu til sólarinnar, fóru í jóga, létu trjágreinar sigla niður ána og svo fundu þau fjársjóð!

Umsjónamenn voru hjónin Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og Þórarinn Hannesson, íþróttakennari og stefna að því að halda aðra Ævintýraviku í júlí.

Hér má sjá nokkrar myndir frá síðasta degi Ævintíravikunnar, eins og sjá má skemmtu börnin sér hið besta.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: UMF Glói