Vaskur hópur Veraldarvina hefur aðstoðað starfsfólk Síldarminjasafns Íslands við ýmis verkefni undanfarið, sem hefur sannarlega verið kærkomið.

Ráðist var í tiltekt á safnlóðinni og í Gamla Slippnum – en þar verður haldið bátasmíðanámskeið í vikunni.

Einnig lögðu þau svo hönd á plóg við að klæða Síldartorfuna í vetrarklæðin.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins er þeim verulega þakklátt fyrir aðstoðina.

Veraldavinir

Mynd/Síldarminjasafn Íslands