Sumarið 2022 var verðmæti strandveiðiafla rúmir 4,7 milljarðar króna. Þar af um 1,3 milljarðar í maí, 1,9 milljarðar í júní og 1,5 milljarðar í júlí en strandveiðitímabilinu lauk í júlí í ár. Til samanburðar var verðmæti strandveiðiafla árið 2021 tæpir 3,9 milljarðar króna eða 838 milljónum minna en í ár.
Ástæðan er fyrst og fremst hækkun afurðaverðs. Þetta sést ágætlega ef við setjum upp línurit sem sýnir þróun afla í tonnum og verðmætum frá því að kerfið var sett upp.
Þarna má sjá af bláu línunni að það eru um 50% fleiri tonn í kerfinu en var á öðru ári og að sú aukning hefur komið fram á síðustu árum. Það má líka sjá af rauðu línunni að aflaverðmætið sveiflast með gengi krónunnar, fer upp þegar krónan er veik og niður þegar hún styrkist. Verðið var lægst þegar krónan var hvað sterkust fyrir fall WOW og fyrir cóvid.
Hækkunin á þessu ári er athygli verð. Krónan hefur styrkt sig gagnvart evru en samt hækkar verðið. Það er afleiðing hækkunar á matvælaverði í heiminum í vegna stríðsins.
Heimild/samstodin.is