Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir á að í dag, miðvikudaginn 3. september 2025, hefst átakið „Göngum í skólann“. Grunnskólar víða í umdæminu taka þátt og munu vinna að verkefninu næstu vikurnar í september.
Markmið átaksins er að hvetja nemendur til hreyfingar og útivistar, efla lýðheilsu og stuðla að því að börn temji sér heilbrigðar venjur í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að sem flestir gangi eða hjóli í skólann eftir því sem aðstæður leyfa.
Lögreglan áréttar jafnframt mikilvægi þess að ökumenn sýni tillitssemi og auki aðgát í umferðinni á meðan á átakinu stendur. Börn sem nýta sér göngu- og hjólaleiðir eru sérstaklega viðkvæmur hópur í umferðinni og því er brýnt að fylgjast vel með og virða öll umferðaröryggisatriði.
Fylgjast með hér: http://www.gongumiskolann.is/
