Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Sölvi Sölvason sér um verklegar framkvæmdir ásamt vöskum starfsmönnum.
Verkinu gengur vel og verður lokið í ágúst eða áður en skólinn hefst eftir sumarfrí. Skólalóðin á að verða öll hin glæsilegasta, þar má meðal annars nefna körfuboltavöll með sex körfum og skólahreystibraut fyrir unglingana.
Snjóbræðsla verður undir körfuboltavellinum og allri hellulögn.

Sölvi Sölvason með teikningu af skólalóðinni sem verður öll hin glæsilegasta

Verkið gengur vel og allt á áætlun

Verið að hlaða upp vegg, þarna á að vera hægt að fá sér sæti