Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Sölvi Sölvason sér um verklegar framkvæmdir ásamt vöskum starfsmönnum.
Verkinu gengur vel og verður lokið í ágúst eða áður en skólinn hefst eftir sumarfrí. Skólalóðin á að verða öll hin glæsilegasta, þar má meðal annars nefna körfuboltavöll með sex körfum og skólahreystibraut fyrir unglingana.
Snjóbræðsla verður undir körfuboltavellinum og allri hellulögn.