Ekki er hægt að segja að helgin í ár snúist um að elta góða veðrið segir á facebooksíðu Veðurstofu Íslands.
Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Lægðinni fylgir þungbúið veður eins og meðfylgjandi mynd úr Eyjafirðinum frá því í morgun ber með sér.
Það er svo sem ekki eins og þjóðin sé ekki í æfingu að takast á við skjálfta, veður og veirur, en engu að síður viljum við minna á að gular viðvaranir eru í gildi ýmist vegna úrkomu eða hvassviðris á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austfjörðum.
Eins er hætta á skriðum og grjóthruni á Austfjörðum. En það er líka nauðsynlegt að minna á að það birtir alltaf til með tímanum.
Mynd/Veðurstofa Íslands