Síðastliðna nótt var næturfrost í Ólafsfirði. Himinn var heiðskír og frost náði niður á láglendi og er hætt við því að ber fari að láta á sjá.

Veðurhorfur næstu viku í spá Veðurstofu Íslands er á þessa leið.

 

Á mánudag
Hæg austlæg átt og stöku skúrir í nótt, einkum suðvestan til. Suðaustan 10-15 um landið sunnan- og vestanvert í fyrramálið en 15-20 syðst síðdegis. Rigning, talsverð á köflum en hægari vindur og úrkomulítið norðan- og austanlands.
Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast suðvestantil, en 0 til 5 stig í innsveitum norðaustantil í nótt.
Spá gerð: 26.08.2018 22:19. Gildir til: 28.08.2018 00:00.

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s norðvestanlands og með norður ströndinni en breytileg átt 3-8 annarsstaðar. Rigning eða skúrir um landið norðan- og austanvert, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 7 til 12 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Norðvestan 8-13 og súld eða rigning norðan- og austanlands en heldur hægari norðlæg átt og bjart með köflum sunnantil. Hægari vindur og léttir til norðvestanlands um kvöldið. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:
Gengur í sunnan 10-15 m/s með rigningu eða súld um vestanvert landið, en hægari vindur og úrkomulítið austantil. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag:
Sunnanátt og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt norðan- og norðaustantil. Hiti 9 til 14 stig.

Á laugardag:
Suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu en léttskýjað annars staðar. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir hæga suðvestanátt og skúrir sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustan til. Hiti 8 til 13 stig að deginum.

 

Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason
Frétt: Guðmundur Ingi Bjarnason/Kristín Sigurjónsdóttir