Það lítur út fyrir veruleg sumarhret segir Einar Sveinbjörnsson á vefsíðu sinni Blika.is
Hret í byrjun sumars (frá um 20. maí og fram yfir 17. júní) eru í sjálfu sér ekki óalgeng. Þau eru af ýmsum toga og mörg hver eru frekar kuldahret, án þess að það setji niður mikinn snjó. Þau eru geta verið allsnörp með kaldri gusu sem fer hratt suður yfir landið.
Þessu sem nú er spáð í vikunni er af óvenjulegri tegund. Mér gengur illa að finna nokkurt sem stenst samjöfnuð. Trausti Jónsson hefur lagt til nokkurn efnivið dagsetninga kuldahreta til samanburðar í nýrri blogfærslu sinni. Sjá: HÉR
Það sem er hvað óvenjulegast nú, er hversu lengi N-áttinni er spáð og hvað reiknað er með mikilli úrkomu norðanlands í heild sinni Byrjar óverulega í kvöld, en herðir á þriðjudag og verður viðvarandi og fram á fimmtudag. Alveg mögulega fram á föstudag/laugardag en um það er meiri óvissa.
Spá-tuglmyndin sýnir lægðina norðausturundan. Hún verður að dýpka á morgun mánudag á leið austur yfir landi. Henni er síðan spáð á hringsóli austur og norðaustur af landinu. Endurnýjar sig og beinir raka og úrkomubökkum hvrejum á eftir örðrum úr norðri.
ÓVENJULEGA MIKIÐ ÚRKOMUMAGN
Þá komum við að því sem e.t.v. sker mest í augu, en það er úrkomumagnið. Blika spáir á 130 mm á Akureyri samanlagt. á þremur sólarhringum. Veðursstofuspáin litlu minna. Þetta er mjög mikil úrkoma á Akureyri á þessum árstíma. Frá 1949 finnast ekki neam þrjú tilvik þar sem sólarhringsúrkoma í júní hefur mælst meri en 25 mm. Mest 42 mm (15. júní 1962). Þá sem og í hin þrjú skiptin rigndi á Akureyri í +5 til +6°C.
En samanlagða úrkoman er líka úr öllum kortum gangi spáin eftir. Höfum hugfast að mesta heildarúrkoman í júní er 112 mm frá því 1972. Við gætum því átt í vændum meiri úrkomu á þremur til fjórum dögum á Akureyri en sem nemur mestu samanlagðri mánaðarúrkomu í júní.
Gögn mín ná aftur til 1949, en samfelldar úrkomumælingar hafa verið gerðar á Akureyri til 1927.
Útgiidavísar úrkomu reiknast hjá ECMWF mjög háir á Norðurlandi, ekki bara í einn dag, heldur þrjá daga í röð: Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag!
Kortið á síðustu myndinni sýnir síðan spá GFS um samanlagða úrkomu fram á miðnætti á föstudag. Sé rýnt í kortið má sjá vel yfir 100 mm um miðbik Norðurlands.