Vetrartími tók gildi á meginlandi Evrópu í nótt kl. 01.00 og var klukkunni seinkað um eina klukkustund. Þannig verður því háttað næstu 22 vikur. Nú er því klukkan það sama á Íslandi og á Kanaríeyjum.
Evrópuþingið samþykkti árið 2018 að klukkuhringli milli sumar- og vetrartíma skyldi hætt í Evrópu.
Gert var ráð fyrir að breytingin tæki gildi nú í haust. Fyrir þann tíma þarf hvert ríki fyrir sig að ákveða hvort það hyggst halda í núverandi sumartíma, sem þegar er í gildi meirihluta ársins, eða vetrartímann.