Vetrartími tók gildi í Evrópu í nótt. Klukkan í nágrannaríkjum Íslands í Vestur-Evrópu er því klukkustund á undan klukkunni á Íslandi (GMT+1) en ekki tveimur líkt og á sumrin. Þannig verður því háttað næstu 22 vikur. Hér á Kanaríeyjum verður sami tími og á íslandi þar sem á sumartíma er aðeins klukkustundarmunur.
Evrópuþingið samþykkti árið 2018 að klukkuhringli milli sumar- og vetrartíma skyldi hætt í Evrópu, en ekkert hefur orðið að þeim áformum enn sem komið er.
