Í dag hefur snjóað í byggð í Ólafsfirði og á Siglufirði. Eins og meðfylgjandi myndir sýna hefur sjóað töluvert í Ólafsfirði og heyrðist að einum Ólafsfirðingi varð að orði “ætli verði ekki búið að troða skíðasvæðið þegar ég kem úr vinnu í dag”.
Það er spáð norðan átt fram að helgi og lítur út fyrir ágætis helgarveður þótt kalt verði.

.
Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát.
Á Veðurstofu Íslands segir um veðrið í dag. Norðan 10-18 m/s. Talsverð úrkoma á Norður- og Austurlandi, rigning nærri ströndinni, en lengst af slydda og snjókoma ofan 100-200 metra yfir sjávarmáli.
Á laugardag:
Minnkandi norðanátt og bjart með köflum S- og V-lands, en él fram eftir degi norðaustantil á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðurlandi, en víða næturfrost.
Á sunnudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart veður, en skýjað og þurrt að kalla með vesturströndinni. Hiti 2 til 7 stig að deginum, en nálægt frostmarki norðaustanlands.

Veðurspá fyrir sunnudaginn 23. sept.
Á mánudag og þriðjudag:
Suðlæg átt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norðaustan til. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestan- og vestanátt með skúrum, en léttskýjað austanlands. Hiti 3 til 9 stig.
Spá gerð: 20.09.2018 08:10. Gildir til: 27.09.2018 12:00.

.

.
Myndir: K. Haraldur Gunnlaugsson
Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Skjáskot: Veðurstofa Íslands