Átt þú aldraða foreldra, ættingja eða vini sem eru í áhættuhópi fyrir Covid-19 en eru ekki mikið á internetinu?

Þá væri upplagt að taka upp símann og upplýsa þá um Covid-19 eða prenta út á covid.is – áhættuhópar  „Leiðbeiningar fyrir einskaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu nýrrar kórónaveiur (covid-19)“ og koma því til þeirra.

Nú er upplagt að kenna afa, ömmu, frænku og/eða frænda á samskiptamöguleika netsins.

Mikilvægt er að við öll hjálpumst að til upplýsa þessa einstaklinga, um hvað þeir geta gert til að verja sig sjálfir fyrir Covid-19 veirunni.

ATH: Allir sem þurfa á þjónustu frá heilsugæslunni að halda á dagvinnutíma vinsamlegast  hringið í síma  432-1300 ekki mæta á heilsugæslustöðina.

Kveðja.

Starfsfólk heilsugæslunnar

HVE-Hvammstanga