Viðmiðunardagur fyrir komandi Alþingiskosningar er 21. ágúst nk.
Finna má ýmsar upplýsingar um kosningarnar á kosning.is en kosningarnar fara fram þann 25. september nk.
Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilis breytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.
Þann 24. ágúst nk. er gert ráð fyrir á opnað verði fyrir vefuppflettið „Hvar á ég að kjósa“ inni á skra.is þar sem einstaklingar geta athugað hvar þeir eigi að kjósa.