Bæjarstjórn Fjallabyggðar býður upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði og er fyrsti viðtalstími á árinu í dag, mánudaginn 24. febrúar. Fundurinn verður að Gránugötu 24, Siglufirði frá kl. 16:30-17:30 

Fundirnir verða haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði og eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.

Til viðtals að þessu sinni verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.