Landhelgisgæsla Íslands sendir frá sér viðvörunum um að borgarísjakinn við Hrólfssker í mynni Eyjafjarðar hefur molnað í að minnsta kosti sex hluta og er ekki lengur landfastur.
Ísinn getur því reynst hættulegur skipum og bátum á svæðinu. Skipverji sem staddur var í grennd við borgarísjakann hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á öðrum tímanum í dag og tilkynnti um þær breytingar sem orðið höfðu á ísjakanum.
Í kjölfarið sendi Landhelgisgæslan frá sér viðvörun til sjófarenda á svæðinu og eru þeir hvattir til að fara með gát.

.
Sjá frétt: Landsins forni fjandi
Myndir: Fairytale At Sea