Á vefmiðlinum Lifðu núna er áhugavert viðtal við hjónin Elínu Pálsdóttur, og séra Vigfús Þór Árnason, fv. sóknarprest á Siglufirði. Þar er verið að fara yfir það algenga vandamál, þegar fólk safnar í gegnum tíðina dóti í geymslur og upp á háloft.

Kvíðvænlegt að tæma háalofið

Það sanka flestir að sér margvíslegu dóti um dagana og þegar menn hafa búið lengi á sama stað með gott geymslupláss, fer ekki hjá því að þar safnast margt fyrir. Jafnvel svo mikið að það virðist óyfirstíganlegt. Margir standa frammi fyrir þessu þegar þeir ætla að fara að minnka við sig. Hjónin Elín Pálsdóttir, fv. forstöðumaður og séra Vigfús Þór Árnason, fv. sóknarprestur búa í einbýlishúsi í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið er 240 fermetrar og háaloft yfir því öllu. Þar er sum sé stórt háaloft og í 27 ár, hefur verið ósköp þægilegt að setja bara allt sem þarf að losa sig við, þar upp. „Ég hef aldrei farið þarna upp, Vigfús sér um það. Börnin hafa líka varað mig við og sagt að ég myndi fá áfall ef ég færi uppá háalofið. Ég hef kíkt þarna upp en hraðað mér niður aftur. Þetta er hræðilegt, það er kvíðvænlegt að takast á við þetta“, segir Elín.

Sjá viðtalið í heild: Hér

Mynd: Lifðu núna