Eins og kom fram í frétt á Trölla.is var lögð fram umsókn Hálfdáns Sveinssonar á 780. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar f.h. Herhússfélagsins um lóðina Lækjargötu 5 á Siglufirði, þekkta sem Blöndalslóð og hefur hinn vinsæli ærslabelgur verið staðsettur þar undanfarin ár.
Bæjarráð faldi tæknideild að leggja fram tillögu að aðgerðaáætlun og kostnaðarmati við breytingu Blöndalslóðar í lóð til úthlutunar og færslu ærslabelgs á annan stað í miðbænum.
Á 785. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna kostnaðarmats við færslu á ærslabelg af lóðinni Lækjargötu 5.
Bæjarráð þakkaði deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og tillögurnar. Bæjarráð lagði áherslu á að lóðarhafamál verði leyst áður en næstu skref verða ákveðin og var afgreiðslu málsins frestað.
Herhúsfélagið sækir um Blöndalslóð á Siglufirði