Á 657. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Íslenska frisbígolfsambandsins dags. 02.06.2020, er varðar kynningu á frisbívöllum og hugsanlegan áhuga sveitarfélagsins á uppsetningu.
Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra tæknideildar dags. 16.06.2020, þar sem fram kemur að frisbígolfvellir væru góð viðbót á útivist og hreyfingu fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu og falla vel að markmiðum heilsueflandi samfélags. Áætlaður kostnaður við uppsetningu slíks vallar er kr. 2.000.000 en getur verið breytilegur eftir því hvort um heilsársbrautir er að ræða og ef sveitarfélagið getur sjálft framkvæmt uppsetningu.
Töluvert landsvæði þarf undir völlinn og eru eftirfarandi svæði möguleg til slíkra staðsetningar:
-Austan Hólsár á Siglufirði, við Hól.
-Saurbæjarás Siglufirði, austan kirkjugarðs.
-Við Skógræktina, á leið upp í Skarð, Siglufirði.
-Neðan þjóðvegar utan við þéttbýlið í Siglufirði, við enda Hvanneyrarbrautar.
-Skeggjabrekkudal, Ólafsfirði.
-Austan við sumarhúsabyggð í Hólkoti, Ólafsfirði.
-Sunnan við Hornbrekku, Ólafsfirði.
-Í kringum íþróttamiðstöð, grunnskóla, knattspyrnuvöll og menntaskóla (MTR) í Ólafsfirði
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna kostnaðarmat
Vinnuskjal umsögn um erindi v. frisbi golf.pdf
Mynd: pixabay