Lagt var fram erindi Ragnars H Kristjánssonar f.h. Fiskmarkaðs Siglufjarðar á 121. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar.
Í erindinu er óskað viðhorfa hafnarstjórnar gagnvart hugmynd um stækkun húss fiskmarkaðarins, einnig er þess óskað að löndunarkranar verði færðir á nýjan viðlegukant við hús fiskmarkaðarins.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og telur að það geti verið til bóta að færa krana nær fiskmarkaði. Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram í samhengi við aðra umræðu sem hefur verið um langtímastefnumótun hafnarsvæðisins á Siglufirði.

Erindi.pdf
Hugmynd að viðbyggingu.pdf