Nú hefur Saga Film hafið tökur á sjónvarpsþættinum Ráðherrann sem skartar Ólafi Darra í aðalhlutverki. Nokkrar senur verða teknar upp á Norðurlandinu og eitthvað er um senur sem teknar verða upp í Dalvíkurbyggð, nánar tiltekið í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal og í sundlauginni. Í tilkynningu frá upptökuliðinu segir að nú vanti extras eða fólk í bakgrunni á nokkrum stöðum.

Hver sena ætti ekki að taka meira en 4 klukkustundir og verða greiddar kr. 10.000 fyrir það. Þeir sem hafa áhuga á þessu skemmtilega verkefni skulu senda tölvupóst á arnthorthor@gmail.com, með nafni, aldri, símanúmeri og netfangi. Að auki skal taka fram um hvaða tökum þið hafið áhuga á að vera í.

Hérna fyrir neðan eru upplýsingar um hvað og hvar það er sem þau þurfa fólk, tekið beint úr tilkynningunni.
Undir tilkynninguna skrifar Arnþór Þórsteinsson, f.h. Doorway casting.

24. júní
20 manns í kirkju við jarðaför (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13:00
20 manns í kirkju við jarðaför sem gerist í fortíð (Tjarnakirkja í Svarfaðardal) kl. 13:45
4 sundgestir (2 mæður, 2 börn) Dalvík, Sundlaug, kl. 15:30

26. júní
15 manns á Ak flugvelli
Mæting ca 8 um morguninn.

27. júní
20 x fundargestir (Svarfaðardalur)
Mæting yrði ca 12:30-12.

29. júní
Gestir á Bautanum 8 manns
Mæting yrði kl 8 um morguninn ca.

 

Mynd: Sagafilm