Ljóðasafn Íslands á góða bakhjarla í Vinum ljóðsins en það eru sérlegir stuðningsaðilar Ljóðasetursins sem greiða árgjald kr. 3.000 sem renna til reksturs og starfsemi setursins.

Innheimtuseðlar ársins til þessara bakhjarla eru farnir út. Er þeim sem þegar hafa greitt þakkað kærlega fyrir stuðninginn.

“Við getum alltaf bætt stuðningsaðilum í hópinn segir á facebooksíðu safnsins, sendið okkur endilega skilaboð hér á síðunni ef þið viljið vera með í að styðja við reksturinn. Eins er hægt að leggja beint inn á reikning okkar 0348 – 26 – 001318 kt. 440209-0170″