Mánudaginn 20. Maí n.k. verður boðið upp á Vinnustofu um markaðs- og kynningarmál fyrir söfn, setur og sýningar
Vinnustofan verður haldin á Blönduósi (nánari staðsetning innan skamms) og mun standa frá kl 9 til kl 16, (súpa og brauð í hádeginu á staðnum)
Umsjón vinnustofunar verður í höndum Guðrúnar Helgu Stefánsdóttur markaðs- og kynningarstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur, sem einnig hefur komið að kennslu í þessum málaflokki í Háskóla Íslands.
Í vinnustofunni fer Guðrún Helga yfir þær kynningarleiðir, sem hafa gagnast henni vel fyrir þau mismunandi söfn sem eru undir hatti Borgarsögusafnsins og hvernig þær leiðir geti hugsanlega nýst hér. Þátttakendur deila sinni reynslu á þessu sviði og hlýtt verður á reynslusögu(r) úr öðrum landshlutum, auk þess sem farið verður yfir samstarfsmöguleika aðila í þessum geira.
Að lokum verða sett upp praktísk dæmi, sem þátttakendur geta nýtt sér í framhaldinu.
Vinnustofan er hluti af áhersluverkefnum 2018/2019 á sviði ferðaþjónustu og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og bindandi skráning fyrir 10. Maí n.k. er HÉR