Á 631. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, samþykkti ráðið að vísa tillögu deildarstjóra tæknideildar að mögulegum staðsetningum hundagerða í báðum byggðakjörnum til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Umrædd svæði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól.

Málið var tekið fyrir á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.