Langflest starfsfólk MTR uppfyllir samgöngusáttmála skólans en hann kveður á um að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti.
Á þessari önn uppfylla 94,6% starfsmanna samgöngusáttmálann. Þar vegur þyngst að kennarar vinna heima að stórum hluta enda er meiri hluti nemendanna fjarnemar en einnig þau sem ganga eða hjóla til vinnu.
Þá má geta þess að margir starfsmenn aka á rafbílum eða sameinast í bíla.
Þessi góði árangur í samgöngumálum sprettur aðallega af áhuga starfsfólks en einnig kemur skólinn til móts m.a. með uppsetningu hleðslustöðva í skólanum
Samgöngusamningurinn er hluti af Grænu skrefunum en skólinn hefur uppfyllt öll fimm skrefin. Markmið Grænu skrefanna er að efla umhverfisstarf ríkisstofnana. 132 stofnanir með 424 taka þátt í verkefninu.
Samkvæmt Loftlagsstefnu Stjórnarráðsins er gerð krafa um að allar ríkisstofnanir uppfylli öll fimm Grænu skrefin fyrir árslok 2021.
Mynd: SMH